Fundað um stjórnarmyndun

Steingrímur J. Sigfússon mætir á fundinn.
Steingrímur J. Sigfússon mætir á fundinn. mbl.is/Rax

Nýr formlegur fundur fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs um myndun minnihlutastjórnar hófst í Alþingishúsinu klukkan 10.  Meðal þeirra sem taka þátt í viðræðunum er Jóhanna Sigurðardóttir, sem er forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar.

Fyrsti fundurinn var haldinn í gær og stóð í fjórar klukkustundir en vinnu var haldið áfram í málefnahópum í gærkvöldi.

Viðræður flokkanna um minnihlutastjórn eru langt á veg komnar og búist við að þeim ljúki í kvöld eða á morgun. Nokkur áhersluatriði hafa komið upp sem flokkana greinir á um. Helst ber að nefna kjördag þingkosninga en Vinstri grænir vilja kjósa mun fyrr en Samfylkingin eða fyrir páska, í lok mars eða byrjun aprílmánaðar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru hvorki Samfylkingin né Framsóknarflokkurinn, sem lýst hefur vilja til að verja stjórnina vantrausti, tilbúin að styðja boðað frumvarp VG um frystingu eigna auðmanna. Er það talið geta stangast á við stjórnarskrá og lög. 

Flokkarnir eru samkvæmt upplýsingum blaðsins sammála um flest meginatriði við verkstjórnina til kosninga eins og aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum í landinu, breytingar á bankastjórn Seðlabankans, endurskoðun á skipulagsbreytingum í heilbrigðiskerfinu og afnám eftirlaunalaganna.

Jóhanna Sigurðardóttir stýrir fundinum í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Jóhanna Sigurðardóttir stýrir fundinum í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. mbl.is/RAX
Össur mætir á fundinn
Össur mætir á fundinn mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert