Framsókn kynnir stjórnarflokkunum tillögur í efnahagsmálum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Framsóknarmenn kynna forsvarsmönnum stjórnarflokkanna tillögur sínar í efnahagsmálum í kvöld auk þess að ræða aðferðir við að koma á stjórnlagaþingi sem allra fyrst. Í framhaldi af því verða tillögurnar kynntar fyrir forsvarsmönnum annarra flokka á þingi.

„Þegar Framsóknarflokkurinn bauðst til að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna falli var það háð skilyrðum um að komið yrði á stjórnlagaþingi og farið í trúverðugar aðgerðir til að efla atvinnulíf og koma til móts við skuldsett heimili,“ segir Einar Skúlason skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins.

Í tilkynningu frá Einari segir: „Við myndun stjórnarinnar gerði Framsóknarflokkurinn athugasemdir við að töluvert vantaði uppá útfærslu leiða til að ná umræddum markmiðum. Við lok viðræðna var þó tilkynnt að flokkurinn féllist á að veita stjórninni vörn í trausti þess að í framhaldinu yrðu kynntar trúverðugar leiðir til að koma til móts við skuldsett heimili og efla atvinnulíf. Auk þess upplýstu stjórnarflokkarnir að þeir mundu þiggja efnahagstillögur frá Framsókn þætti flokknum vanta uppá aðgerðir.“

Framsóknarflokkurinn mun í kvöld kynna forsvarsmönnum stjórnarflokkanna tillögur í efnahagsmálum í samræmi við ofangreint og auk þess að ræða aðferðir við að koma á stjórnlagaþingi sem allra fyrst. Í framhaldi af því verða tillögurnar kynntar fyrir forsvarsmönnum annarra flokka á þingi.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert