Gefur kost á sér í 3.-5. sæti Samfylkingar í NA-kjördæmi

Svala Jónsdóttir.
Svala Jónsdóttir.

Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri á Akureyri, gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. 


Svala er uppalin í Kópavogi, en hefur verið búsett á Akureyri undanfarin ár. Hún tók þátt í stofnun Samfylkingarinnar og var fyrsti formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, auk þess sem hún hefur verið varamaður í framkvæmdastjórn flokksins.


Þá hefur Svala setið í sérfræðinganefnd Evrópuráðsins um jafnréttismál og í hinum ýmsu nefndum á sveitarstjórnarstigi, auk fjölda annarra félagsstarfa. Hún hefur ekki áður gefið kost á sér á lista fyrir alþingiskosningar.


Svala hefur starfað sem sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu frá janúar 2007. Hún starfaði áður sem blaðamaður og jafnréttisráðgjafi. Einnig vann hún við almannatengsl og var upplýsingafulltrúi og deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. 

Í tilkynningu um framboð sitt segir Svala m.a.:

„Mín helstu baráttumál eru jafnréttismálin, málefni fjölskyldna, samgöngumál og umhverfismál í víðum skilningi. Úrræði í húsnæðis- og atvinnumálum eru brýn og þá þarf að leggja áherslu á hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu.
Það er lykilatriði að setja nýjar leikreglur í samfélaginu sem koma í veg fyrir spillingu og einkavinavæðingu. Til lengri tíma litið er mikilvægt fyrir Íslendinga að forðast einangrun á alþjóðavettvangi og þar vil ég líta til aðildar að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar.“
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert