Ármann vill 2-3. sætið

Ármann Kr. Ólafsson.
Ármann Kr. Ólafsson.

Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað til þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Ármann var kjörinn á Alþingi árið 2007 og hefur setið í fjárlaganefnd, félagsmálanefnd og samgöngunefnd. Þá hefur hann gegnt formennsku Íslandsdeildar þings öryggis- og varnarmála í Evrópu.

Ármann er 42 ára stjórnmálafræðingur að mennt. Að loknu námi í Háskóla Íslands stofnaði hann ásamt Jóni Sæmundssyni ráðgjafafyrirtækið/auglýsingastofuna ENNEMM og var framkvæmdstjóri um nokkurra ára skeið. Þá hefur hann langa reynslu úr stjórnarráðinu, einkum úr samgöngu- og sjávarútvegsráðuneytinu. Þá hefur hann setið í bæjarstjórn Kópavogs í tæp þrjú kjörtímabil. Ármann hefur átt sæti í fjölda nefnda sem snúa að atvinnumálum, fræðslu- og félagsmálum.

Fram kemur í tilkynningu að Ármann hafi fyrst og fremst horft til endurreisnar íslensks samfélags í störfum sínum á Alþingi síðustu mánuði. Mál þessi snúi að breyttri og bættri samkeppnislöggjöf, nýjum vinnubrögðum við gerð fjárlaga og fjáraukalaga sem miða að því að ná tökum á ríkisrekstrinum.

Kona Ármanns er Hulda Guðrún Pálsdóttir, handmenntakennari og eiga þau tvö börn, Hermann 15 ára og Höllu Lilju 13 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert