Jón sækist eftir 3. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í SV-kjördæmi

Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir stuðningi í 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur kjördæmi í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars næstkomandi.

Jón var kjörinn á Alþingi í alþingiskosningunum árið 2007 og tók þá sæti í sjávarútvegs-  og landbúnaðarnefnd Alþingis, félags og tryggingamálanefnd og Viðskiptanefnd.  Á þessu ári var hann jafnframt kjörinn í umhverfisnefnd þingsins. Einnig situr Jón í nefnd Íslands í Vestnorræna ráðinu.

Jón hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bæði í Norðurlandskjördæmi vestra og í Kópavogi þar sem hann er búsettur. Jón sat um árabil í stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, en hann hefur einnig verið formaður og framkvæmdastjóri samtakanna. Hann hefur verið í forystu fyrir Sjávarnytjum, sem er félag áhugamanna um skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins, í stjórn Slysavarnarskóla sjómanna og í stjórn Sunnuhlíðarsamtakanna.

Jón Gunnarsson hefur tekið virkan þátt í atvinnulífinu; hann var markaðsstjóri Prentsmiðjunnar Odda og Stöðvar 2 og rak eigið fyrirtæki um árabil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert