Kristinn H. aftur til liðs við Framsóknarflokkinn

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson. mbl.is/Þorkell

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hefur ákveðið að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn á nýjan leik og býður sig fram í 1.-2. sæti í Norðvesturkjördæmi. „Ræturnar liggja þarna og ég tel, í ljósi þeirrar endurnýjunar sem er að verða í flokknum, að Framsóknarflokkurinn sé flokkurinn fyrir mig.“

Kristinn hefur gegnt þingmennsku fyrir þrjá flokka frá því hann varð þingmaður 1991. Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn og Frjálslynda flokkinn. Þá hefur hann einnig verið utanflokka.

Kristinn segir Framsóknarflokkinn hafa farið mjög illa út úr kjörtímabilinu frá 2003 til 2007 og hafa í raun misst allt traust hjá kjósendum, og ekki síður almennum flokksmönnum. „Það er alveg ljóst í mínum huga að traust flokksins minnkaði gríðarlega mikið á árunum 2003 til 2007. Þetta tímabil var jafnframt mjög afdrifaríkt í íslenskri stjórnmálasögu. Það bíður nýrrar forystu ærið verkefni við að fá kjósendur til að treysta flokknum fyrir ábyrgðarstörfum að nýju. Ég tel að það sé að verða þörf endurnýjun, bæði hvað varðar nýja flokksmenn en ekki síður hvað varðar að hverfa aftur til þeirra gilda sem framsóknarmenn vilja hafa í hávegum,“ sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert