Jón Baldvin ekki í formannsframboð

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. mbl.is/RAX

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, segir í pistli sem hann skrifar í vefritið pressuna.is, að innsti kjarni Samfylkingar höndli ekki hina lýðræðislega kröfu um pólitíska ábyrgð.  Ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að víkja úr formannssæti sé hins vegar lofsverð. „Þar með er spurningin um hugsanlegt formannsframboð mitt úr sögunni," segir Jón Baldvin.

Hann endaði í 13. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjvík um helgina.  „Heimavarnarlið SF í Reykjavík hefur hér með hafnað því að málflutningur minn muni styrkja stöðu SF meðal framvarðarsveitarinnar og í komandi kosningum," segir Jón Baldvin um það.

„Ég hef að sjálfsögðu meðtekið skilaboðin,  enda verða þau ekki misskilin. Ég mun því ekki  taka sæti á lista SF í Reykjavík við komandi alþingskosningar."

Pistill Jóns Baldvins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert