L-listi tilkynnir oddvita Reykjavíkurkjördæma

Már Mixa og Kristbjörg.
Már Mixa og Kristbjörg.

L-listi fullveldissinna hefur tilkynnt oddvita í Reykjavíkurkjördæmi suður og suðurkjördæmi.


Már Wolfgang Mixa skipar 1. sæti í Reykjavík suður. Hann fæddist í Reykjavík 6. febrúar, 1965 og hefur búið í Hafnarfirði síðastliðin ár  Hann er giftur Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði.  Þau eiga 3 börn.


Már hefur víðtæka reynslu í fjármálum en hann hefur starfað í meira en áratug við innlendar og erlendar fjármálastofnanir.  Meðal starfa sem hann hefur gegnt eru framkvæmdastjóri, forstöðumaður verðbréfasviðs, sjóðsstjóri, eigin viðskipti, millibankaviðskipti, uppsetningu verðbréfa- og lífeyrissjóða og samskipti við alþjóðlega aðila.  Már hefur skrifað margar greinar um fjármál sem eru aðgengilegar á www.mixa.blog.is.


Á þessu ári klárar Már meistaranám í Fjármálum við Háskóla Íslands.  Már hefur áður lokið BS námi í fjármálafræði og BA námi í heimsspeki við University of Arizona.  Hann hefur einnig hlotið löggildingu sem verðbréfamiðlari hér á landi og í Bandaríkjunum.

Kristbjörg Steinunn Gísladóttir skipar 1. sæti í suðurkjördæmi. Hún fæddist á Hofsósi í Skagafirði 11. október 1963 og er uppalin þar. Hún er gift Bjarna Ragnarssyni búfræðingi og eiga þau saman tvo syni og fyrir átti Bjarni dóttur. Kristbjörg lauk námi í Ritaraskólanum Mími árið 1989 og námi í Ráðgjafaskóla Íslands árið 2004.


Hún hefur unnið m.a. í fiski og á skrifstofu hjá Hraðfrystihúsinu Hofsósi. Flutti suður á Flúðir 1991, meðan hún bjó þar vann hún m.a. á skrifstofunni hjá Límtré verksmiðjunni í 9 ár. Árið 2001 flutti Kristbjörg til Selfoss þar sem hún býr enn. Vorið 2005 hóf hún störf sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Teigi LSH þar til hún flutti sig um set í nóvember 2006 til Krýsuvíkur þar sem hún starfar einnig sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert