Enn langt í land eftir 36 tíma umræður

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Þingfundi var frestað á sjötta tímanum og þar með 2. umræðu um stjórnarskipunarlög.

Þingfundur hófst klukkan hálfellefu í morgun með umræðum um störf þingsins og fundarstjórn forseta. Að lokinni klukkustundar langri utandagskrárumræðu um framkvæmd fjárlaga og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gat önnur umræða um Stjórnarskipunarlög hafist á ný, þriðja daginn í röð.

Umræðan hefur nú staðið í tæplega 36 klukkutíma, þar af hefur 2. umræða staðið í 25 klukkustundir og enn eru 22 þingmenn á mælendaskrá. Ekkert samkomulag virðist í sjónmáli um að ljúka málinu og er nú rætt um að þing starfi hugsanlega fram yfir páska. Þingfundur er boðaður á ný klukkan hálfellefu á mánudagsmorgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert