Aðgerðir miða við minni þörf

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Ómar

Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til aðstoðar heimilunum í landinu miðast við að þörfin sé minni en raunin er, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Bjarni sagði ríkisstjórnarflokkanna ósammála um margt, nema helst skattahækkanir og að gera aflaheimildir upptækar.

Bjarni sagði undanfarna daga á Alþingi dapurlega, og að brýnustu hagsmunamálum heimilanna sé haldið í gíslingu. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn telja tímabært að endurskoða stjórnarskránna, og hafa lagt til breytingar á frumvarpinu sem allir flokkar ættu að geta sætt sig við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert