Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst milli vikna

Landsfundur sjálfstæðismanna.
Landsfundur sjálfstæðismanna. Júlíus Sigurjónsson

27,3 prósent segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins á landsvísu sem birt er í blaðinu í dag. 24,8 prósent studdu flokkinn í könnun blaðsins fyrir viku. Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk árið 2006 frá FL Group og Landsbankanum.

Samfylking er sem fyrr stærsti flokkurinn með 32,2 prósent fylgi. 25,7 prósent segjast styðja Vinstri græn og hafa stjórnarflokkarnir því samanlagt 57,9 prósent fylgi. 6,8 prósent styðja nú Framsóknarflokkinn og 4,9 prósent segjast myndu kjósa Borgarahreyfinguna.

2,0 prósent segjast styðja Lýðræðishreyfinguna og 0,7 prósent styður Frjálslynda flokkinn, samkvæmt könnun sem birt er í Fréttablaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert