Ráðherra ekki á þing

Frá stofnin Borgarahreyfingarinnar
Frá stofnin Borgarahreyfingarinnar mbl.is/Ómar

Borgarahreyfingin mun bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins í alþingiskosningunum nú í vor. Í gær kynnti hreyfingin framboðslista sína, sem bjóða fram undir listabókstafnum O.

„Mig langar að lýsa yfir ánægju með að sjö vikna gömlu framboði skuli hafa tekist að koma fram listum á landsvísu með mjög frambærilegu fólki,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, sem leiðir lista Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður við upphaf blaðamannafundar í gær. Fleiri frambjóðendur tóku í sama streng og bentu á að þverskurð þjóðfélagsins væri að finna á listum hreyfingarinnar.

Gagnrýni á fjármál stjórnmálaflokka og -hreyfinga var einnig áberandi í máli fundarmanna. „Það er í raun mjög einkennilegt að stjórnmálaflokkar skuli hafa fjáröflunarnefndir sem sækja peninga til atvinnulífsins þrátt fyrir að fá pening frá ríkinu,“ sagði Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar, sem hafnar þeirri leið að atvinnulífið veiti of miklu fé til stjórnmálahreyfinga. Eðlilegra sé að stjórnmálahreyfingar fái sitt fé í gegnum skattkerfið, enda megi velta fyrir sér hvað það þýði fyrir stjórnmálaflokka að vera skuldugir og hvaða áhrif það hafi á stöðu þeirra gagnvart þeim sem þeir skulda.

Meðal stefnumála Borgarahreyfingarinnar er að gripið verði til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja. Staða heimilanna verði lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar handvirkt fram fyrir hrun hagkerfisins og illa skuldsett fyrirtæki verði boðin til sölu og tilboðum aðeins tekið ef viðunandi verð fæst. Annars verði starfsfólki leyft að taka yfir lífvænleg fyrirtæki.

Nánar er fjallað um málið í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert