Kosið þvert á þjóðarhagsmuni

Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson skipa efstu sætin hjá …
Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson skipa efstu sætin hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavik mbl.is/Kristinn

 Guðlaugur Þór Þórðarson fyrsti maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður segir niðurstöður kosninganna ætla að verða í samræmi við skoðanakannanir en þær hafi verið vonbrigði.

Kosningarnar hafi verið haldnar þvert á þjóðarhagsmuni til að valda Sjálfstæðisflokknum sem mestum skaða. Kosningabaráttan hafi verið ótrúlega stutt og aldrei náð á það stig að verið væri að ræða verkefnin framundan.

Hann segist ekki telja að umræðan um stóru styrkina hafa skaðað flokkinn, ekki miðað við skoðanakannanir né heldur gengi Samfylkingarinnar sem hafi orðið fyrir sambærilegri gagnrýni. Hann segir þetta ekki endalokin, heldur upphaf. Nú sé að hefjast ný vegferð eftir átján ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins og hún miði að því að ná fyrri styrk. Það sé ljóst að það fólk innan flokksins sem hafi verið fylgjandi aðild að ESB hafi snúið baki við Sjálfstæðisflokknum. Kosningarnar núna snúist þó ekki um Evrópumálin en sú umræða hafi þó haft mikil áhrif á stuðningsfólk flokksins.

Hann segir að forysta flokksins hafi þétt raðirnar í þessari baráttu og Það sé verkefni hennar að vinna saman ásamt öðrum Sjálfstæðismönnum að því að endurheimta fyrri styrk enda hafi flokkurinn góðan málstað og sterka hugsjón að verja.

Guðlaugur Þór Þórðarson fær þétt faðmlag frá flokksfélaga í Sjálfstæðisflokknum
Guðlaugur Þór Þórðarson fær þétt faðmlag frá flokksfélaga í Sjálfstæðisflokknum mbl.is/Kristinn
Illugi, Sigurður Kári, Bjarni og Guðlaugur Þór eru allir inni …
Illugi, Sigurður Kári, Bjarni og Guðlaugur Þór eru allir inni á þingi miðað við nýjustu tölur mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert