Vaxtaupplýsingar frá „fólki í utanríkisþjónustunni“

Sigmundur Davíð á kosningavöku Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð á kosningavöku Framsóknarflokksins. mbl.is/Kristinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa upplýsingar um vaxtagreiðslur íslenska ríkisins vegna Icesave-skuldbindinganna svokölluðu, eftir „fólki sem ég þekki í utanríkisþjónustunni,“ en vill ekki gefa það nánar upp. Hann sagði í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar að útlit væri fyrir að vaxtagreiðslur, sem íslenska ríkið þyrfti að greiða vegna Icesave-lánanna, yrðu 50 milljarðar á ári.

„Ég miða við að farið sé fram á 6,7% vexti sem mér skilst að sé raunin. Enda kemur það kannski ekki á óvart því mér skilst að á þeim nótum hafi verið samið við Hollendinga á sínum tíma,“ segir Sigmundur. Hann segir upplýsingarnar ekki koma af fundi utanríkismálanefndar, sem haldinn var á föstudaginn. „Nei, ég var búinn að heyra af þessu áður.“

Undrast ummælin

Inntur eftir ummælum Sigmundar um vaxtagreiðslurnar kveðst Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra geta staðfest „að svo verði vonandi ekki“.

„Ég undrast þessi ummæli Sigmundar [...] Ég veit ekki betur en að hann viti að það gæti stefnt í niðurstöðu sem yrði mun hagfelldari en þetta. Þannig að ég undrast þessi ummæli hans mjög.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert