Guðríður hlaut afgerandi kosningu

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.

Guðríður Arnardóttir hlaut afgerandi kosningu í 1. sætið í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi, en hún sóttist ein eftir sætinu. Hlaut hún 202 atkvæði, eða 87,4% atkvæða. Aðrir fengu 3% atkvæða, auðir seðlar og ógildir voru tæp 10%.

Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi, hlaut sömuleiðis afgerandi kosningu í 2. sætið. Hlaut hann 180 atkvæði af 231 atkvæði eða 77,9%. Þorsteinn Ingimarsson hlaut 40 atkvæði, eða 17,3%. Aðrir hlutu færri atkvæði, auðir seðlar voru 6.

Pétur Ólafsson og Tjörvi Dýrfjörð hlutu flest atkvæði í 3. sætið sem átta frambjóðendur sóttust eftir. Kosning stendur nú yfir milli Pétur og Tjörva, en að henni lokinni verður kosið milli fimm kvenna í 4. sætið, þeirra Elvar Logadóttur, Guðrúnar Jónu Jónsdóttur, Hjördís Erlingsdóttir, Svölu Jónsdóttur og Margrétar Júlíu Rafnsdóttur.
 
Samkvæmt tilkynningu frá kjörstjórn má vænta má úrslita um 3. sætið um klukkan 15:15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert