Ætla að mótmæla við Heilsuverndarstöðina

Hús Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg.
Hús Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg.

Hópur fólks hyggst mæta við Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg á morgun til að mótmæla áformum um að breyta. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, segir að áform um hótelrekstur í húsinu séu út í hött og í hróplegri mótsögn við menningarsögulegt gildi hússins.

„Það var Einar Sveinsson, sem teiknaði þetta fágæta hús í borgarmyndinni, þar sem starfsemin hófst á sjötta áratugnum.  Blómleg starfsemi þreifst þarna í þágu borgarbúa og annarra fram á þessa öld, en áform um að leggja starfsemi hennar niður hófust að frumkvæði Framsóknarflokksins í ríkisstjórn árið 1989 og hlutu smám saman stuðning alls fjórflokksins í borgarstjórn, gegn einarðri andstöðu minni allt frá upphafi," segir Ólafur í tilkynningu. 

Mótmælaaðgerðirnar hefjast klukkan 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert