Dagur gagnrýnir Árna Pál

Dagur B. Eggertsson og Árni Páll Árnason
Dagur B. Eggertsson og Árni Páll Árnason mbl.is/Ómar

Í umræðu í borgarstjórn í dag upplýsti Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, eftir fyrirspurn borgarstjóra, að hann hefur komið á framfæri alvarlegum athugasemdum við forystu ríkisstjórnarinnar og félagsmálaráðherra, Árna Pál Árnason, vegna yfirlýsinga félagsmálaráðherra um niðurskurð í velferðarkerfinu frá því um síðustu helgi.

Óásættanlegt er að niðurskurður í velferðarkerfinu leiði til uppsagna og öllu máli skiptir að staðinn verði vörður um þjónustuna eins og nokkur er kostur, að því er segir í tilkynningu frá borgarstjórnarfulltrúum Samfylkingarinnar.

„Hagræðing er nauðsynleg en þar eru fleiri leiðir færar en fækkun starfa. Flest bendir jafnframt til að niðurskurðarþörfin sem lá yfirlýsingum ráðherra til grundvallar hafi verið ofmetin og miklu nær er að leita hagræðingar í samvinnu við verkalýðsfélög, starfsfólk og stofnanir. Þessu sagðist Dagur myndi fylgja fast eftir við útfærslu niðurskurðar ríkisfjármála í sumar og haust. Og það sama á við um stjórn borgarinnar. Velferð og atvinna skipta mestu máli í kreppu," samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert