„Hefði átt að gera þetta fyrr“

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. Valdís Þórðardóttir

„Ég sé eftir að hafa ekki gert þetta fyrr. Formlega þurftum við ekki að nafngreina styrkveitendur og ég skilaði uppgjöri til ríkisendurskoðunar þar sem allar upphæðir komu fram. Ég hélt að það myndi duga, en ljóst er að svo er ekki,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem gerði í dag grein fyrir styrkjum sem hann þáði í tengslum við framboð sitt árið 2006.

Gísli Marteinn þáði eins milljón króna styrki frá Kaupþingi, Landsbankanum, Baugi og FL Group fyrir prófkjör sitt en auk þess styrktu hann um hálfa milljón Ísfélagið, Tryggingamiðstöðin og Saxhóll. Gísli Marteinn hafði raunar áður greint frá styrkjum Baugs og FL Group.

Aðspurður um hvers vegna hann hafi haldið upplýsingum um styrkveitendur aftur, og í ljósi þess að styrkirnir eru ekki með þeim hæstu sem frambjóðendur þáðu og fyrirtækin styrktu vel flesta frambjóðendur, áréttar Gísli Marteinn að ekki hafi verið farið fram á að birta nöfnin í uppgjöri til Ríkisendurskoðunar. Eftir að það var birt hafi hins vegar komið bersýnilega í ljós, að fólk vildi fá þessar upplýsingar uppgefnar. Þær hafi ekki verið viðkvæmar og því ekkert til fyrirstöðu að upplýsa um styrkveitendur. „Ég bara hefði átt að gera þetta fyrr,“ segir Gísli

Upplýsingar um fjárframlög til frambjóðenda í persónukjöri 2005–2009

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert