Allt opið um bæjarstjórann

Rósa Guðbjartsdóttir og Valdimar Svavarsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir og Valdimar Svavarsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði. mbl.is/hag

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði, segir „allt opið“ varðandi hver sest í stól bæjarstjóra í Hafnarfirði. Guðrún ræddi í dag óformlega við fulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um myndun nýs meirihluta í bænum.

Guðrún Ágústa er í lykilstöðu í nýrri bæjarstjórn. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, náði ekki kjöri í bæjarstjórn, en hann var í baráttusæti á lista Samfylkingar.

Guðrún Ágústa segir að menn muni taka sér einhvern tíma til að fara yfir stöðuna og þau verkefni sem blasi við nýrri bæjarstjórn. Hún segir að það þurfi „að hugsa málin upp á nýtt“. Stærstu verkefnin séu fjármál bæjarfélagsins og hvernig hægt sé að halda áfram upp öflugri velferðarþjónustu í bænum.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert