Sjö nýgræðingar í borgarstjórn

Svona lítur borgarstjórnin út miðað við fyrstu tölur.
Svona lítur borgarstjórnin út miðað við fyrstu tölur.

Verði niðurstaða kosninganna í Reykjavík í samræmi við fyrstu tölur verða aðeins þrír flokkar sem skipta með sér fimmtán sætum í borgarstjórn. Sjö fulltrúar koma nýir inn en átta halda sínum sætum frá síðasta kjörtímabili.

Allir fimm fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru sitjandi borgarfulltrúar. Hjálmar Sveinsson, fjórði maður Samfylkingar yrði eini nýi maðurinn á þeim lista. Hin þrjú eru sitjandi borgarfulltrúar. 

Sex fulltrúar Besta flokksins eru hins vegar allir nýgræðingar í borgarstjórn.  

Svona er staðan eftir fyrstu tölur:

  1. Jón Gnarr Kristinsson (Æ)
  2. Hanna Birna Kristjánsdóttir (D)
  3. Dagur B. Eggertsson (S)
  4. Einar Örn Benediktsson (Æ)
  5. Júlíus Vífill Ingvarsson (D)
  6. Óttarr Ólafur Proppé (Æ)
  7. Oddný Sturludóttir (S)
  8. Kjartan Magnússon (D)
  9. Elsa Hrafnhildur Yeoman (Æ)
  10. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (D)
  11. Björk Vilhelmsdóttir (S)
  12. Karl Sigurðsson (Æ)
  13. Gísli Marteinn Baldursson (D)
  14. Eva Einarsdóttir (Æ)
  15. Hjálmar Sveinsson (S)
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert