Lýðræðisleg vinnubrögð skortir í VG

Þorleifur Gunnlaugsson (l.t.v.) og Sóley Tómasdóttir.
Þorleifur Gunnlaugsson (l.t.v.) og Sóley Tómasdóttir. mbl.is/GSH

„Það er ekki nokkur vafi að forysta flokksins þarf að hugsa sinn gang,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, fráfarandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, aðspurður um stöðu Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, eftir sveitarstjórnarkosningarnar.

„Við þurfum að taka upp mál sem varða lýðræðisleg vinnubrögð og að þora að ræða um hlutina. Ég á með því við að við þurfum að búa til betri og meiri vettvang fyrir almenna félaga til að hafa áhrif á stefnu flokksins,“ segir Þorleifur sem telur forystu flokksins í litlum tengslum við alþýðu manna. Þar sé á ferð menntafólk í „glerhýsi“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert