Viðræðum haldið áfram í Kópavogi

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.

Viðræðum fjögurra framboða sem hafa rætt saman um myndun nýs meirihluta í Kópavogi verður haldið áfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingum sem oddvitar framboðanna sendu frá sér í nótt. Í gær strönduðu viðræðurnar áþegar kom að umræðum um skiptingu embætta. Samfylking og VG vilja að ráðinn verði pólitískur bæjarstjóri. og mun nafn Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, einkum vera nefnt.

„Fulltrúar S,V,Y og X lista í Kópavogi standa sameiginlega að meirihlutaviðræðum. Talsmenn framboðanna hafa fullan vilja til að ljúka því verkefni. Kópavogsbúar hafa kosið sér nýjan meirihluta og það er skylda okkar að tryggja að það gangi eftir," segir í yfirlýsingu sem Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Rannveig Ásgeirsdóttir rita undir.

Oddviti lista Kópavogsbúa, Rannveig Ásgeirsdóttir, segir að það samrýmist ekki stefnu framboðsins að standa að ráðningu pólitísks bæjarstjóra í Kópavogi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert