Kynningarfundur í Kópavogi

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.

Guðríður Arnardóttir hefur boðað félaga sína í Samfylkingunni í Kópavogi á fund klukkan 16 í dag þar sem lögð verða  fram drög að málefnasamningi og verkaskiptingu til kynningar og vonandi samþykktar. Frekari vinna við málefnasamning og nefndaskipan mun fara fram í næstu viku.

„Ég veit að þessi vika hefur verið spennandi og flestir sjálfsagt bíða nú spenntir eftir niðurstöðu meirihlutaviðræðna okkar, VG, Y-listans og Lista Kópavogsbúa.
Fulltrúar þessara fjögurra framboða hafa fundað stíft í vikunni m.a. unnið drög að málefnasamningi.  Síðustu daga hafa oddvitar flokkanna farið saman yfir verkaskiptingu nýs meirihluta og liggur nú fyrir í stórum dráttum hver hún er.
Ég hefði viljað vinna þetta hraðar og ég hefði viljað hafa stærri hóp upplýstan um gang mála, en eftir upphlaup í fjölmiðlum á þriðjudag höfum við haldið spilunum fremur þétt að okkur til að fyrirbyggja annað slíkt upphlaup.
Fjölmiðlar hringja nú látlaust í alla þá sem þeir telja að geti veitt upplýsingar um helstu línurnar og er ég hrædd um að okkur takist ekki að halda þessu á trúnaðarstigi fram yfir helgi.
Því boða ég til félagsfundar kl 16 í dag í Hamraborg 11 þar sem við leggjum  fram drög að málefnasamningi og verkaskiptingu til kynnningar og vonandi samþykktar.
Frekari vinna við málefnasamning og nefndaskipan mun fara fram í næstu viku.

Ég bið ykkur að afsaka stuttan fyrirvara en aðstæður eru óvenjulegar og sérstaklega erfitt að vinna þetta á okkar hraða í fjögurra flokka samstarfi.
Vonandi sjáið þið ykkur sem flest fært á að mæta í dag
kveðja
Guðríður Arnardóttir"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert