Kynning á forsetaembættinu og -frambjóðendum

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Borgarbókasafn efnir til vikulegra kynningarfunda um forsetaembættið og frambjóðendur til embættisins. Fundirnir verða á miðvikudögum kl. 17.15-18.15. Fundirnir eru ætlaðir almenningi og öllum opnir.

Á fyrsta fundinum mun Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, fjalla almennt um forsetaembættið og á tveimur síðari fundunum fá frambjóðendur tækifæri til að kynna sig og sínar áherslur.

Dagskrá:

Miðvikudagur 23. maí kl. 17.15-18.15
Svanur Kristjánsson fjallar um forsetaembættið.

Miðvikudagur 30. maí kl. 17.15-18.15
Frambjóðendurnir Ari Trausti Guðmundsson, Hannes Bjarnason, Jón Lárusson og Þóra Arnórsdóttir.

Miðvikudagur 6. júní kl. 17.15-18.15
Frambjóðendurnir Andrea J. Ólafsdóttir, Ástþór Magnússon, Herdís Þorgeirsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert