Ólafur Ragnar í Grindavík

Stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, héldu Ólafi Ragnari og eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff veislu nú síðdegis í Grindavík en Ólafur Ragnar er 69 ára í dag og eiga þau einnig brúðkaupsafmæli. Meðal gesta í boðinu er Þórhallur Gíslason, 96 ára fyrrverandi skipstjóri úr Sandgerði en hann á einnig afmæli í dag.

Afmælisveislan er haldin í Salthúsinu en í dag hafa forsetahjónin sótt vinnustaði heim í bænum.

Á vef forsetaframboðs Ólafs Ragnars kemur fram að þau hafi fengið frábærar viðtökur á fjölda vinnustaða sem þau heimsóttu í Grindavík.

„Góður andi og mikill kraftur í fólkinu í fiskvinnslu og sjávarútvegi. Fróðlegar samræður um mikilvægi sjávarútvegs fyrir framtíð og hagsæld þjóðarinnar. Í leikskólanum og í fiskvinnslu Þorbjarnar var sunginn afmælissöngur og Dorrit voru gefnir nokkrir blómvendir,“ segir á vef framboðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert