Þingmaður kallar eftir opnu bókhaldi

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hvetur á Facebook-síðu sinni í dag alla frambjóðendur til embættis forseta Íslands til þess að opna bókhald sitt fyrir forsetakosningarnar sem fram fara næstkomandi laugardag. Segir hann kjósendur eiga réttmæta kröfu til þess að vita hverjir styrki frambjóðendurna.

„Hvet alla forsetaframbjóðendur til að fylgja góðu fordæmi Herdísar Þorgeirsdóttur og opna bókhaldið fyrir kosningarnar. Það virðist enginn skortur á peningum hjá sumum þeirra og þjóðin, þ.e. kjósendur, eiga réttmæta kröfu á að vita hvaðan peningarnir koma,“ segir Þór. Auk Herdísar hefur Andrea J. Ólafsdóttir einnig kallað eftir því að frambjóðendur opni bókhald sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert