Oddný býður sig fram í 1. sæti

Oddný G. Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir mbl.is/Kristinn

Oddný G. Harðardóttir alþingismaður og þingsflokksformaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti í forvali flokksins fyrir Suðurkjördæmi sem fram fer 16. og 17. nóvember.

Í tilkynningu frá Oddnýju segir að hún hafi tekið að sér mörg krefjandi ábyrgðarstörf á kjörtímabilinu, til dæmis var hún um tíma fjármálaráðherra - fyrst kvenna - og var formaður menntamála- og fjárlaganefndar.

Oddný segist starfa með hag barna að leiðarljósi og leggja áherslu á ábyrga hagstjórn, atvinnumál, nýsköpun og fjölbreytt framboð náms. „Hún tekst á við verkin af heiðarleika, yfirvegun og festu og vinnur að almannahag af dugnaði og hugsjón,“ að því segir í tilkynningu.

Oddný mun opnar kosningaskrifstofu í Reykjanesbæ að Hafnargötu 31, 2. hæð föstudaginn 2. nóvember kl. 17:00. Létt dagskrá og léttar veitingar verða í boði og eru allir velkomnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert