Ekki kostur fyrir frjálslynt fólk

Magnús Orri Schram.
Magnús Orri Schram. mbl.is/Árni Sæberg

Í umræðum um störf þingsins í dag furðaði Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, sig á ályktun Sjálfstæðisflokksins frá landsfundi flokksins um helgina. Sagði hann að flokkurinn vildi annars vegar halda í haftabundna krónu en útilokaði hinsvegar að halda áfram viðræðum við Evrópusambandið og lokaði á þann kost að taka upp evru.

Sagði Magnús Orri að ekki einungis hefði Sjálfstæðisflokkurinn með þessu útilokað sig sem kost fyrir frjálslynda kjósendur heldur hefði hann einnig útilokað samstarf við Jafnaðarmannaflokk Íslands (Samfylkinguna) eftir næstu kosningar.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Magnúsi Orra og sagði ræðu hans vera þá kostulegustu sem hún hefði heyrt frá honum og hefði hún þó heyrt þær margar kostulegar frá honum áður. Sagði hún að frjálslyndir kjósendur myndu frekar horfa til hvað flokkarnir ætluðu að gera í efnahagsmálum, velferðarmálum og fleiri málum. Spurði hún hvort einhver ætlaði að halda því fram Samfylkingin væri raunverulega frjálslyndur flokkur í dag, slíkt væri ekki rétt enda hefði flokkurinn færst langt til vinstri á síðustu árum.

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir mbl.is/Friðrik Tryggvason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert