36 mál órædd á þingfundi

Þingfundur stendur enn og rætt er um stjórnskipunarlög. Á dagskrá …
Þingfundur stendur enn og rætt er um stjórnskipunarlög. Á dagskrá eru 50 mál en 36 þingmál eru enn órædd. Óvíst er hvenær þingfundi lýkur. mbl.is/Golli

Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi þar sem rætt er frumvarp Árna Páls Árnasonar og fleiri til stjórnskipunarlaga þess efnis að tímabundið verði hægt að breyta stjórnarskrá á annan hátt en nú er kveðið á um.

Níu þingmenn eru á mælendaskrá um þetta tiltekna mál. Alls eru 50 mál á dagskrá þingfundarins og af þeim eru 36 þingmál alveg órædd. Þar á meðal er frumvarp Árna Páls Árnasonar og fleiri um sérstaka stjórnarskrárnefnd sem eigi að hafa það hlutverk að fara yfir stjórnarskrármálið þangað til þing kemur saman að nýju í haust. Þá er einnig á dagskrá frumvarp um opinbera háskóla, náttúruvernd, stjórn fiskveiða, fjölmiðla, verðbréfaviðskipti, kísilver í landi Bakka, tekjuskatt og hlutafélög svo eitthvað sé nefnt.

Reynt hefur verið í dag að ná samkomulagi um þinglok en ekki tekist. Forsætisráðherra lagði fram í dag tillögu til þingsályktunar um þingfrestun frá og með morgundeginum eða síðar. Þrátt fyrir það er alls óvíst hvenær þingi lýkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert