Næstsíðasti þingfundurinn í gangi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

113. þingfundur yfirstandandi þings stendur nú yfir á Alþingi. Á dagskrá eru sjö mál og eru þingmenn nú í þriðju umræðu um frumvarp til laga um náttúruvernd. Næst á dagskránni er þriðja umræða um frumvarp til laga um kísilver á Bakka. Þriðja málið er þriðja umræða um uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfssemi í landi Bakka.

Fjórða mál er þriðja umræða um frumvarp til laga um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Fimmta málið er frumvarp til laga um virðisaukaskatt. Sjötta málið er önnur umræða um nýjar samgöngustofnanir og sjöunda málið er þriðja umræða um stjórnskipunarlög.

Að loknum 113. þingfundi verður boðað til 114. þingfundar þar sem verður afgreidd þriðja umræða um lagafrumvarp um nýjar samgöngustofnanir. Að því loknu má búast við því að þingi verði frestað og það verði síðasti þingfundurinn á þessu kjörtímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert