Forystumenn stjórnmálaflokka á Alþingi gengu á fund forseta Íslands í gær: Búist við umboði forsetans í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson mbl.is/Kristinn

Búist var við því í gær að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í dag hverjum hann fæli umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Heimildarmönnum sem rætt var við þótti fremur ólíklegt að hann drægi að tilkynna ákvörðun sína þar til á morgun, 1. maí, eða lengur.

Hvorki náðist í þá Sigmund Davíð né heldur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi. Heimildarmaður innan Framsóknarflokksins sagði að Sigmundur Davíð hefði hvorki átt í formlegum né óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í gær.

Í umfjöllun um hugsanlega stjórnarmyndun í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Bjarni Benediktsson sagði að loknum fundinum með forsetanum að hann teldi að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ættu að setja kraft í viðræður sín í milli. Sigmundur Davíð vildi fara hægar í sakirnar og sagði boltann vera hjá forsetanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert