„Undanhaldið fyrir allra augum“

Björn Valur Gíslason.
Björn Valur Gíslason.

„Loforðin voru gefin af formönnum tveggja flokka sem virðast ekki hafa haft græna glóru um hvort eða hvernig var hægt að standa við þau,“ segir Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, um viðræður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokks, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks.

Björn Valur ritar pistil um málið á vefsvæði sitt og segir það komið í ljós að kosningaloforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks „voru gefin af stjórnmálamönnum með pólitísku óráði“.

Hann segir að nú fyrst sé verið að afla upplýsinga sem ætla mætti að loforðin hefðu átt að byggjast á. Allar þær upplýsingar haf hins vegar legið fyrir í talsverðan tíma og um fátt meira rætt á undanförnum árum en erfiða stöðu ríkissjóðs. „Nú er eins og ískaldur veruleikinn hafi skyndilega opinberast þeim félögum rétt eins og öðrum sem komið hafa að rekstri íslenska ríkisins frá Hruni. Undanhaldið er hafið fyrir allra augum. Það verður ekki staðið við stóru orðin.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert