Sturla Sær sækist eftir 6. sæti

Sturla Sær Erlendson sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins …
Sturla Sær Erlendson sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Sturla Sær Erlendsson gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 8. febrúar næstkomandi. Hann er þriðja árs nemi á félagsfræðibraut á hagfræðisviði í Menntaskólanum við Sund.

Sturla er borinn og barnfæddur Mosfellingur og hefur tekið virkan þátt í íþróttastarfi og æfði m.a. bæði handbolta og fótbolta með Aftureldingu. Með skóla starfar hann í Fiskbúðinni í Mosfellsbæ. Sturla hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum og hefur m.a. setið í bekkjarráði og skólaráði. Hann var fulltrúi Lágafellsskóla í Ungmennaráði Mosfellsbæjar.

„Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík og þess vegna ákvað ég nú að bjóða mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það er frábært að búa í Mosfellsbæ, en alltaf er hægt að bæta. Ég tel að til dæmis sé hægt að gera enn betur í málum unga fólksins í bænum og ætla ég að leggja mig fram um að láta þeirra rödd hljóma. Í Ungmennaráðinu lærðum við um stjórnsýslu bæjarins og lögðum til ýmsar breytingar á málefnum sem við töldum að mætti breyta. Þessi reynsla kemur til með að nýtast mér vel í störfum fyrir Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningu frá Sturlu Sæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert