3. Framboðið býður fram í Hornafirði

Á næstunni mun 3. Framboðið kynna málefni með fundaröð og …
Á næstunni mun 3. Framboðið kynna málefni með fundaröð og virku samtali við íbúa Sveitafélagsins Hornafjarðar.

Nýtt framboð, sem kallar sig 3. Framboðið, hefur samþykkt framboðslista fyrir komandi sveitastjórnarkosningar á Hornafirði. Þórhildur Ásta Magnúsdóttir, landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði, leiðir listann.

Fram kemur í tilkynningu, að á fundi 3. Framboðsins sunnudaginn 6. apríl sl. hafi uppstillinganefnd kynnt lista frambjóðenda og var hann samþykktur einróma.

„Á næstunni mun 3. Framboðið kynna málefni með fundaröð og virku samtali við íbúa Sveitafélagsins Hornafjarðar. Áhugasömum er bent á síðu 3. Framboðsins á fésbókinni. 3. Framboðið verður með listabókstafinn E,“ segir í tilkynningu.

Listan skipa:

1. Þórhildur Ásta Magnúsdóttir, landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði
2. Sæmundur Helgason, grunnskólakennari
3. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, klæðskeri og frumkvöðull
4. Ottó Marwin Gunnarsson, sölumaður og ráðgjafi
5. Þórey Bjarnadóttir, bóndi og ráðunautur
6. Hjálmar Jens Sigurðsson, sjúkraþjálfari
7. Heiðrún Högnadóttir, gistihúsaeigandi
8. Aron Franklín Jónsson, fjallaleiðsögumaður
9. Joanna Marta Skrzypkowska, húsmóðir
10. Ragnar Logi Björnsson, vélfræðingur
11. Ingólfur Reynisson, símsmiður
12. Sigurður Einar Sigurðsson, vélstjóri
13. Hlíf Gylfadóttir, framhaldsskólakennari
14. Kristín Guðrún Gestsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi og grunnskólakennari

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert