Kjarni stefnunnar er jöfnuður

Frambjóðendur Alþýðufylkingarinnar.
Frambjóðendur Alþýðufylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Alþýðufylkingin hefur stillt upp framboðslista til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 31. maí 2014. Alþýðufylkingin hefur listabókstafinn R og segist hafa sett fram borgarmálastefnuskrá sem gefi skýra mynd af stefnu og áformum flokksins í borgarmálum og byggist á stefnu flokksins.

„Kjarni stefnunnar er jöfnuður, velferð og félagslegar lausnir enda eru félagslegar lausnir lykillinn að því að auka jöfnuð og velferð. Alþýðufylkingin leggur áherslu á að samþætta málaflokka til að ná árangri í aukinni velferð allra borgarbúa og verja innviði samfélagsins gegn áformum um markaðsvæðingu og einkavæðingu og snúa vörn í sókn,“ segir í tilkynningu.

Listi Alþýðufylkingarinnar:

1. Þorvaldur Þorvaldsson 

2. Friðrik Atlason 

3. Claudia Overesch 

4. Tinna Þorvaldsd. Önnud. 

5. Axel Björnsson 

6. Gyða Jónsdóttir  

7. Björk Þorgrímsdóttir 

8. Guðmundur R. Guðmundsson 

9. Björg Kjartansdóttir, 64 ára 

10. Guðbjörg Ása Jónsd. Huldud., 32 ára 

11. Ólafur Tumi Sigurðarson ,23 ára 

12. Sóley Þorvaldsdóttir ,27 ára 

13. Guðbrandur Loki Rúnarsson, 20 ára 

14. Sólveig Hauksdóttir, 70 ára 

15. Jón Fanndal Þórðarson, 81 árs 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert