Dagur með yfirburðafylgi í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson forseti borgarstjórnar.
Dagur B. Eggertsson forseti borgarstjórnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, hefur yfirburðafylgi í embætti borgarstjóra í Reykjavík.

Er hann nefndur af 58% þeirra sem afstöðu tóku í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi við borgarstjóraefni flokkanna. Það er langtum meiri stuðningur en fylgi Samfylkingarinnar í höfuðborginni, sem nú er 30,3%.

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, er nefndur af 19,3% þátttakenda. Það er minni stuðningur en við Sjálfstæðisflokkinn sem nú er 27,2%. Af heildinni kváðust 28,6% ekki hafa gert upp hug sinn um næsta borgarstjóra, að því er fram kemur í fréttaskýringu um skoðanamælinguna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert