Stefna á að klára eftir helgi

Guðmundur Baldvin Guðmundsson oddviti framsóknarmanna, Matthías Rögnvaldsson oddviti L-listans og …
Guðmundur Baldvin Guðmundsson oddviti framsóknarmanna, Matthías Rögnvaldsson oddviti L-listans og Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þetta gengur bara ljómandi. Þetta er allt á réttri braut,“ segir Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, spurður um stöðuna í viðræður við Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna um myndun meirihluta í bæjarstjórn.

„Ég býst við að þetta verði klárað bara eftir helgina. Við erum ekkert stressuð yfir þessu,“ segir Matthías. Spurður hvort verið sé að ræða um málefnin eða hvort farið sé að ræða skiptingu á embættum segir hann að verið sé að vinna í öllum þáttum. Fundað verður í dag en síðar kemur í ljós með frekari fundi.

Framboðin þrjú hófu viðræður um myndun meirihluta strax í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna og hafa þær staðið síðan. Samtals fengu þau sex fulltrúa kjörna af ellefu. Tvo hvert um sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert