Viðræðurnar á lokametrunum

Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Viðræður á milli Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs eru á lokametrunum að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, oddvita sjálfstæðismanna í Kópavogi. Stefnt sé að því að klára viðræðurnar um helgina.

Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð hófu viðræður um myndun meirihluta að loknum sveitarstjórnarkosningunum um síðustu helgi og hafa þær staðið síðan. Viðræðurnar hafa gengið vel að sögn oddvita flokkanna. Gert er ráð fyrir að verði af myndun meirihlutans að Ármann verði áfram bæjarstjóri Kópavogs. Samanlagt fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð sjö bæjarfulltrúa kjörna af ellefu og þar af sjálfstæðismenn fimm.

Sjálfstæðisflokkurinn er einnig í viðræðum við Bjarta framtíð um myndun meirihluta í Hafnarfirði og á Akranesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert