Vilja greinargerð um kosningarnar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi. mbl.is/Ómar

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa óskað eftir greinargerð um framkvæmd borgarstjórnarkosninganna um síðustu helgi í ljósi þess að endanleg niðurstaða kosninganna var ekki birt fyrr en fjórum tímum eftir að talningu lauk þar sem skekkja fannst upp á fjörutíu atkvæði.

Rætt var um framkvæmd borgarstjórnarkosninganna á fundi borgarráðs í gær og í lok hans óskuðu borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson eftir greinargerð um málið frá yfirkjörstjórnni í Reykjavík.

„Við ræddum þetta í borgarráði í gær. Það er ljóst að þarna urðu ákveðnir hnökrar og við töldum rétt að óska eftir greinargerð um framkvæmdina,“ segir Kjartan í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert