Flestir vilja Katrínu sem forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem næsta forsætisráðherra samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallup eða 37%. Næstflestir vilja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í forsætisráðuneytið eða 20%. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá þessu.

Sex prósent vilja Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og 5% núverandi forsætisráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Þá vilja 3% sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, í embættinu á ný og sama hlutfall vill Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis, og Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata.

Tvö prósent vilja formann Samfylkingarinnar, Árna Pál Árnason, sem næsta forsætisráðherra og sama hlutfall nefndi Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, Frosta Sigurjónsson, þingmann Framsóknarflokksins, og Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert