Almenn ánægja með störf Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert

Almenn ánægja ríkir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. 59,3% þátttakenda segjast vera ánægðir með störf Ólafs, en 19,8% segjast vera óánægðir.

MMR hefur með reglulegu millibili kannað ánægju Íslendinga með störf forseta og var nýjasta könnunin framkvæmd dagana 6. - 9. maí.

Í könnun sem lauk 26. apríl sögðust 63,7% vera ánægð með störf forsetans, en 17,0% óánægð.

Spurt var:

„Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands?“ Svarmöguleikar voru: Mjög ánægð(ur), ánægð(ur), hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur), óánægð(ur), mjög óánægð(ur) og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 98,7% afstöðu til spurningarinnar.

Ánægja með störf Ólafs Ragnars sem forseta reyndist mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, en þau sem studdu ríkisstjórnarflokkana mældust mun ánægðari með störf forseta en þeir þau sem studdu aðra stjórmálaflokka.

Nánar á vef MMR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert