27.000 horfðu á Davíð

Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins, svaraði spurningum kjósenda á nokkuð sérstakan hátt í dag en hann kom fram í beinni útsendingu á Facebook síðu Nova. Fleiri frambjóðendur munu mæta í beina útsendingu Nova á næstu dögum.

„Hugmyndin er sú að gefa ungu fólki möguleika á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova í samtali við mbl.is en Guðni Th. Jóhannesson verður í beinni á Facebooksíðunni á morgun klukkan 15 og Halla Tómasdóttir á sama tíma á föstudaginn. Guðmundur segir áhorfið á Davíð í dag hafa verið mjög mikið en nú hefur verið horft rúmlega 27.000 sinnum á myndbandið. Þá sendu mörg hundruð manns inn spurningu.

Aðspurður hvort að samfélagsmiðlar séu farnir að breyta kosningabaráttum sem þessari segir hann það svo vera. „Samfélagsmiðlar hafa breytt svo mörgu og svona verður þetta svo persónulegt,“ segir Guðmundur. „Við hlökkum bara til að taka á móti hinum frambjóðendunum á næstu dögum.“

Hér er hægt að fylgjast með framboði Davíðs á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert