Einar leiðir Pírata í Norðaustur

Björn Þorláksson er ósáttur við að hafna í sjöunda sæti …
Björn Þorláksson er ósáttur við að hafna í sjöunda sæti í prókjöri Pírata. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, framhaldsskólakennari á Akureyri, leiðir lista Pírata í Norðaustur-kjördæmi.

Niðurstöður úr prófkjöri Pírata urðu ljósar í gær, en 78 flokksmenn kusu í netkosningu í prófkjörinu. Alls voru fjórtán í framboði, en frestur til að greiða atkvæði rann út á miðnætti á mánudag.

Á eftir Einari var í öðru sæti Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, rekstrarfræðingur, í þriðja sæti var Hans Jónsson, í fjórða var Kristín Amalía Atladóttir, bóndi, og í fimmta sæti var Gunnar Ómarsson, rafvirki og þjóðfélagsfræðingur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert