Gefur ekki kost á sér aftur

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, ætlar ekki að bjóða sig fram í alþingiskosningunum í haust. 

Á Facebook-síðu sinni skrifar hann: 

„Gott fólk! Eftir góða íhugun og samtöl við mína nánustu í sumarblíðunni hef ég ákveðið að bjóða mig ekki fram í kosningunum í haust. Þetta er búinn að vera viðburðarríkur sprettur og ómetanleg reynsla að hafa gegnt þingmennsku á þessum krefjandi árum frá hruni.

Ég er ánægður með það sem ég hef komið í verk. Vonandi ná sem flestar víðsýnar, bjartar og frjálslyndar manneskjur kjöri á þing. Hugsjónin lifir. Nú langar mig að fara að gera aðra hluti, beita mér á annan hátt. Takast á við nýjar áskoranir. Það er hollt fyrir heilann að breyta til, segja þeir,“ skrifar Guðmundur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert