Jóhanna María hættir á þingi

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að sækjast aftur eftir þingsæti að kjörtímabili loknu. Frá þessu greindi hún á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Ætlar hún að halda áfram námi við Háskólann á Bifröst þar sem hún leggur stund á miðlun og almannatengsl.

„Á sama tíma vona ég að eitt af fjórum efstu sætunum á lista hjá Framsóknarflokknum í hverju kjördæmi verði skipað ungum einstaklingi. Ég veit að einstaklingarnir og áhuginn er til staðar,“ sagði Jóhanna á Facebook. „Á þessum þremur árum hef ég kynnst fólkinu í flokknum betur og veit alveg fyrir víst að ég tók rétta ákvörðun þegar ég skráði mig í Framsóknarflokkinn fyrir aðeins um fjórum árum.“

Segist hún að endingu vilja vinna vel næstu mánuði, fram til kosninga, svo hún geti gengið sátt frá borði.

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka