Ásmundur Einar hættir á þingi

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, greindi frá því í morgun …
Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, greindi frá því í morgun að hann hyggist ekki gefa kost á sér fyrir komandi þingkosningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, ætlar að hætta á þingi eftir þetta kjörtímabil. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni eftir að hafa tilkynnt fyrst  ákvörðunina á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í morgun.

„Síðustu ár hafa verið krefjandi og lærdómsríkur tími. Þakka fyrir gott samstarf við fjölmarga utan þings og innan. Hlakka til framtíðarinnar,“ skrifar Ásmundur Einar.

Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar en Facebook-færslu hans má sjá hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert