Áslaug Arna ánægð með fyrstu tölur

Albert Guðmundsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ólöf Nordal.
Albert Guðmundsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ólöf Nordal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er hæstánægð með fjórða sætið þar sem hún er í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þegar tæplega þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.

Eftir 980 atkvæði er Áslaug með 362 atkvæði í fjórða sæti, sem myndi tryggja henni annað sætið á lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

„Já, það er svo sannarlega tilefni til að fagna í kvöld. Maður er búinn að gera sitt besta og kosningabaráttan er búin að vera mjög skemmtileg. Það kom mér eiginlega á óvart hvað það að taka þátt í prófkjöri er skemmtilegt,“ segir Áslaug Arna.

Frétt mbl.is: Ólöf Nordal með örugga forystu

Spurð hvernig hún hyggist verja kvöldinu segir hún föður sinn vera búinn að leigja pylsuvagn fyrir prófkjörspartí og ætla einhverjir stuðningsmanna hennar að koma saman og fagna árangrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka