Þorvaldur leiðir í Reykjavík suður

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar.
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar. Ljósmynd/Alþýðufylkingin

Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar, leiðir framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Alþingiskosningarnar 2016.

Þorvaldur er fæddur á Akranesi 1957 og er þriggja dætra faðir. Fram kemur í fréttatilkynningu að hann hafi starfað að félagsmálum og stjórnmálum um árabil. Þannig hafi hann verið formaður Parkinsonsamtakanna, Menningartengsla Albaníu og Íslands, Sósíalistafélagsins og Rauðs vettvangs. Einnig hefur hann setið í stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga, Hagsmunasamtaka heimilanna, Heimssýnar, Vinstri-grænna og DíaMats.

Meðal helstu baráttumála Þorvaldar eru húsnæðismál, friðarmál og fullveldi Íslands, auk almenns félagslegs réttlætis segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert