Á þriðja þúsund hafa kosið

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í Perlunni í fyrradag.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í Perlunni í fyrradag. mbl.is/Árni Sæberg

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna komandi alþingiskosninga var flutt frá Sýslumanninum í Skógarhlíð í Perluna í fyrradag og þann dag kusu utan kjörfundar um 350 manns, samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Síðdegis í gær höfðu samtals kosið í Perlunni utankjörfundar 596 manns, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Frá 21. september sl. þegar opnað var fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu við Skógarhlíð og fram til 15. október, þ.e. sl. laugardags, kaus utankjörfundar 1.631, þannig að samtals höfðu í gær kosið utankjörfundar 2.227.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert