Búast við töf á talningu

Kjörkassarnir bíða eftir að taka við atkvæðum.
Kjörkassarnir bíða eftir að taka við atkvæðum. mbl.is/Golli

Til þess gæti komið um helgina að atkvæði í Norðausturkjördæmi yrðu ekki talin fyrr en á sunnudag. Gengið verður til kosninga á laugardaginn og er þá spáð snjókomu og slyddu um norðanvert landið.

Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir þetta geta þýtt að tafir verði til dæmis á flutningi kjörgagna af Austurlandi til Akureyrar. Tíðkast hefur að þessi gögn fari með flugvél en komi veður í veg fyrir slíkt nú – eins og ætla má að gæti gerst – þarf að flytja allt landleiðina, sem tekur sinn tíma. Verða atkvæði þá ekki talin fyrr en á sunnudagsmorgun.

Í Norðvestur- og Suðurkjördæmum hafa menn litlar áhyggjur af laugardeginum þótt komið sé fram á vetur og allra veðra geti verið von, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert